Húsnæðisverð í Bandaríkjunum lækkaði um 1% í nóvember samanborið við mánuðinn á undan. Þetta kemur fram á vef CNN.

Samkvæmt vísitölu S&P/Case-Shiller lækkaði verð á 19 af 20 markaðssvæðum sem vísitalan nær til. Aðeins hækkaði verð á San Diego í Kaliforníu. Vísitalan hefur lækkað í fimm mánuði í röð og hefur ekki verið lægra síðan sumarið 2003.

Mesta lækkunin í nóvember var í Detroit, 2,7%. Í höfuðborginn Washington D.C. var lækkunin 0,1%. Sérfræðingar á fasteignamarkaði segja lækkunina undanfarna mánuði meiri en spáð hafði verið.