Úrvalsvísitalan lækkaði í dag um 0,3% og stóð við lok markaða í 663 stigum samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,2% í síðustu viku en hækkaði lítillega við opnun í morgun. Um hádegi hafði hún hækkað um 0,5%.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga en við lok markaða hafði aðeins eitt félag, Föroya banki hækkað.

Velta með hlutabréf var rúmar 300 milljónir króna en þar af voru um 165 milljónir með bréf í Össur.

Þá var velta fyrir rúmar 120 milljónir króna með bréf í Bakkavör og tæpar 10 milljónir með bréf í Century Aluminum.