Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,49% og er 5.414,31 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni og nam velta dagsins 1,2 milljörðum króna.

Marel var eina félagið sem hækkaði og nam hækkunin 0,54%.

Landsbankinn lækkaði um 1,41%, Glitnir lækkaði um 1,17%, Atlantic Petroleum lækkaði um 1,03%, Atorka Group lækkaði um 0,81% og Straumur-Burðarás lækkaði um 0,61%.

Gengi krónu styrktist um 1,36% og er gengisvísitalan 126,77 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.