Íbúðalánasjóður hækkaði vexti á íbúðalánum um 0,2% í gær og eru vextir því nú 5,75% á almennum lánum en 5,50% á lánum með uppgreiðsluþóknun. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að sjóðurinn hafi síðast hækkað vexti sína fyrir rétt tæpum mánuði en fyrir þá hækkun hafi vextir sjóðsins verið óbreyttir frá því í ágúst þrátt fyrir mikla hækkun á verðtryggðum vöxtum. Bilið á milli vaxta Íbúðarlánasjóðs og bankanna hafi því dregist saman undanfarið eftir að hafa náð hámarki í október.

Í Vegvísi segir einnig að vextir Íbúðalánasjóðs taki mið af þeim vöxtum sem sjóðurinn fái í útboðum á skuldabréfamarkaði að viðbættu álagi. Fram kemur að uppgreiðslur viðskiptavina sjóðsins hafi lækkað útlánsvexti hans, bæði í útboðinu nú og í síðasta útboði.