Íbúðalánasjóður hefur hækkað hámark íbúðaláns úr 20 milljónum króna í 24 milljónir, og býður hann aðeins upp á verðtryggð lán. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir í samtali við Morgunblaðið að sjóðurinn hafi verið hættur að vera eðlilegur þátttakandi á lánamarkaði og því hafi verið brýnt að hækka lánin.

Sjóðurinn hefur þó hætt við að bjóða upp á verðtryggð lán og segir Sigurður þau ekki til skoðunar vegna breytinga á framtíðarhlutverki sjóðsins. „Það er ekki talið tímabært að fara að veita slík lán meðan framtíðarhlutverkið og umfang ríkisábyrgða á skuldum sjóðsins er í mótun.“

Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, segist í samtali við Morgunblaðið telja að hækkun hámarksláns muni ekki hafa mikil áhrif á samkeppnishæfni sjóðsins gagnvart almennum lántökum. Hins vegar geti hún batnað gagnvart tekjulægri hópum sem ekki kaupi eins dýrar eignir.