Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5% í mars, samanborið við 0,3% hækkun í febrúar. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 1,3% en hún hækkaði um 0,9% á síðustu sex mánuðum, að því er kemur fram í tilkynningu HMS.

Þrátt fyrir 1,5% hækkun í mars þá hægist áfram á árstakti vísitölunnar sem mælist nú 10,7% samanborið við 12,4% í febrúar og 14,9% í janúar. Árshækkun vísitölunnar fór hæst í 25,5% í júlí 2022.

Sérbýlin hækka um 3,4%

Sérbýlishluti vísitölunnar hækkaði um 3,4% á milli mánaða eftir 0,3% lækkun í febrúar. Árshækkun á sérbýlishlutanum mældist 10,6% í mars samanborið við 11,2% í febrúar,

Verð á fjölbýli hækkaði um 1,0% á milli mánaða samanborið við 0,4% hækkun í febrúar. Árshækkun fjölbýlishlutans mælist nú 11,0% samanborið við 13,0% í janúar.