Síðasta sumar hélt Icelandair ekki úti áætlunarflugi til Barcelonaborgar yfir sumarmánuðina líkt og árin á undan, en þetta sumarið mun félagið fljúga tvisvar í viku til borgarinnar að því er Túristi greinir frá.

Verður flogið frá maímánuði fram í september til þessarar höfuðborgar Katalóníuhéraðs, en þar með hafa Íslendingar þrjá valkosti um flug til borgarinnar.

Einnig flýgur Norwegian þangað allt árið um kring, auk þess sem spænska lággjaldaflugfélagið Vueling flýgur einnig yfir sumarið á milli El Prat flugvallarins við borgina til Íslands.

Icelandair býður einnig upp á reglulegar ferðir til Madrídar, höfuðborgar Spánar, yfir sumarið.