Icesave í Holland, innlánsreikningur í eigu Landsbankans, er farið í greiðslustöðvun. Þetta staðfestir talsmaður bankans í samtali við Viðskiptablaðið. Þá hafa bresk yfirvöld fryst allar eignir Landsbankans í Bretlandi. En fjármálaráðherra Bretlands hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að stjórnvöld hyggist tryggja inneignir viðskiptavina Icesave í Bretlandi. Fjármáleftirlitið á Íslandi tók við stjórn Landsbankans á mánudaginn var. Í dag fór Landsbankinn í Lúxemborg í greiðslustöðvun.