Þór­ar­inn Ævars­son, fram­kvæmda­stjóri IKEA, seg­ir tals­verðar lík­ur á því að ef efnahagsástandið heldur áfram á sömu braut verði opnuð IKEA-versl­un á Ak­ur­eyri. Þessu greinir Morgunblaðið frá.

Búðin á Akureyri yrði um 4-5 þúsund fer­metr­ar og mundi inni­halda vin­sæl­ustu vör­ur verslunarinnar, en ekki er talið að rekstr­ar­grund­völl­ur sé fyr­ir álíka stórri búð og er í Garðabæ.

IKEA hef­ur verið að prófa sig áfram er­lend­is, meðal annars á Kana­ríeyj­um og Mall­orca, með minni búðir en áður hafa verið opnaðar og seg­ir Þórarinn í Morg­un­blaðinu í dag, að áhugi sé fyr­ir því að gera hið sama á Ak­ur­eyri.