Forseti sádí-arabíska ráðgjafarþingsins, Dr. Saleh Abdullah Bin Himeid, verður ásamt sendinefnd í opinberri heimsókn á Íslandi í boði forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssonar,  dagana 22.–25. júní.

Í heimsókn sinni mun Bin Himeid eiga fundi með Sturlu Böðvarssyni, fulltrúum þingflokka og iðnaðarnefnd Alþingis, að því er segir í fréttatilkynningu frá Alþingi. Einnig mun hann hitta hr. Ólaf Ragnar Grímsson og iðnaðarráðherra.

Þá mun Sádi-arabíski þingforsetinn heimsækja höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar og kynna sér starfsemi fyrirtækisins. Auk þess mun hann fara til Þingvalla og skoða Nesjavelli.