*

þriðjudagur, 26. maí 2020
Innlent 24. mars 2019 15:04

Innviðagjöld fyrir 660 milljónir

Tekjur Reykjavíkurborgar vegna uppbyggingasamninga nema samtals 960 milljónum króna.

Ritstjórn
Heimilt byggingarmagn í uppbyggingasamningum Reykjavíkurborgar er 37.105 fermetrar og hámarksfjöldi íbúða er 411.
Haraldur Guðjónsson

Miklar deilur hafa staðið um svokölluð innviðagjöld frá því að Reykjavíkurborg hóf að innheimta slík gjöld í uppbyggingarsamningum við lóðhafa um aukinn byggingarrétt. Deilt er um lögmæti gjaldheimtunnar, auk þess er gjaldið sagt bjóða heim hættunni á mismunun milli framkvæmdaaðila sökum þess að ekki er um fasta gjaldheimtu að ræða samkvæmt gjaldskrá heldur er gjaldið mismunandi í hverjum samningi fyrir sig. 

Samkvæmt upplýsingum sem Viðskiptablaðsins fékk frá Reykjavíkurborg nema heildartekjur af svokölluðum uppbyggingarsamningum tæpum 960 milljónum króna frá því að samningsmarkmið voru fyrst samþykkt í borgarráði 27. nóvember 2014. Þar af voru 660 milljónir króna vegna aukins byggingarréttar (þ.e. innviðagjöld) og tæpar 300 milljónir króna í gatnagerðargjöld. Heimilt byggingarmagn af þeim sem hafa þegar greitt er ca. 37.105 fermetrar og samkvæmt skipulagi er hámarksfjöldi íbúða í samningunum 411. 

Þess ber þó að geta að í einhverjum tilvikum hafa uppbyggingaraðilar greitt helming byggingarréttar og helming gatnagerðargjalds.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér