„Við vitum af svonefndum innleiðingarhalla hér á landi þar sem við Íslendingar erum einna slakastir EES-ríkjanna í að innleiða Evrópulöggjöfina tímanlega,“ segir Gunnar Þór Pétursson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, í samtali við Fréttablaðið .

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur krafið íslensk stjórnvöld um skýringa á því hvers vegna ekki sé enn búið að innleiða Evrópulöggjöf um raforku hér á landi, en sjö ár eru síðan stjórnvöldum bar að innleiða reglugerðina.

Verði komist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hafi ekki uppfyllt skuldbindingar sínar gagnvart EES getur ESA stefnt íslenskum stjórnvöldum fyrir Evrópudómstólinn. Gunnar Þór segir jafnframt að sá möguleiki sé fyrir hendi að brot sem þetta geti haft í för með sér bótaskyldu hafi einstaklingar eða fyrirtæki orðið fyrir tjóni.