Gengið hefur verið frá samkomulagi um að Þór Sigþórsson, forstjóri Encode - Íslenskra lyfjarannsókna, kaupi fyrirtækið af Íslenskri erfðagreiningu og tók hann við rekstrinum í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenski erfðagreiningu.

Fyrirtækið Encode - Íslensk lyfjaþróun var stofnað árið 1999 en hefur verið í eigu ÍE frá því í nóvember árið 2000. Fyrirtækið sinnir þjónusturannsóknum fyrir lyfjaiðnaðinn og sérhæfir sig í lyfjaprófunum og lyfjaerfðafræðilegum rannsóknum. Þór hefur stýrt fyrirtækinu frá upphafi.

Í tilkynningunni kemur fram að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fagnar samkomulaginu og því að áframhaldandi starfsemi fyrirtækisins sé tryggð.