Grein um íslenska hönnun frá Associated Press hefur birst í fjölmörgum fjölmiðlum vestanhafs undanfarna daga. Í greininni er meðal annars tekið fram að stærð, staðsetning og lág íbúðatala Íslands komi ekki í veg fyrir ríka og fjölbreytta hönnun hér á landi.

Þá er fjallað um rúnir, fornan norðlenskan arkitektúr og fjölbreyttu flóruna sem hafa öll haft áhrif á hönnun hér á landi.

Í greininni er gert grein fyrir hinum fjölmörgu hönnunarfyrirtækjum sem starfrækt eru hér á landi, meðal annars, Álafoss og Sveinbjörg auk hönnunarbúða. Greinina má lesa í heild sinni hér .