*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 1. október 2014 09:39

Já fær samkeppni

Upplýsinganúmerið 1819 og vefsíðan 1819.is verða formlega opnuð í dag.

Ritstjórn

Upplýsinganúmerið 1819 og vefsíðan 1819.is verða formlega opnuð í dag, samkvæmt fréttatilkynningu frá Nýjum valkosti sem starfrækir þjónustuna.

1819 mun miðla upplýsingum um símanúmer og vistföng einstaklinga og fyrirtækja auk annarra margvíslegra upplýsinga. Þá býður 1819 ýmiskonar aðra þjónustu fyrir fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og símaþjónustu.

„Með tilkomu 1819 verður loksins alvöru samkeppni á þessum markaði. Hingað til hefur eitt fyrirtæki, Já, verið með einokunarstöðu á markaðnum. Við vonumst til að geta veitt félaginu, sem að okkar mati er í markaðsráðandi stöðu, virka samkeppni og aðhald, sem mun vonandi leiða til hagstæðari verðlagningar og aukinnar þjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við höfum orðið vör við að einstaklingar og sérstaklega fyrirtæki tekja mikla þörf á aukinni samkeppni á þessum markaði,“ segir Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Stikkorð: 1819 1819.is