Allt stefnir í að Janet Yellen verði næsti seðlabankastjóri Bandaríkjanna og fyrst kvenna til að gegna stöðunni. Hún mun þá skipa sér á lista með áhrifamestu konum í heiminum í dag.

Janet er sérfræðingur í afleiðingum atvinnuleysis á efnahagskerfi og styður Ben Bernanke, núverandi seðlabankastjóra. Janet var ráðgjafi Bill Clinton í forsetatíð hans og hefur setið í stjórn seðlabankans síðan 2010.

The Guardian tekur saman lista tíu kvenna sem taldar eru í hópi áhrifamestu kvenna í heiminum. Þær eru:

  • Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo.
  • Gina Rinehart, Námueigandi og ein ríkasta kona í heimi.
  • Dilma Rousseff, forseti Brasilíu.
  • Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
  • Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og stjórnmálamaður.
  • Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
  • Melinda Gates, stjórnarmaður í The Bill and Melinda Gates Foundation.
  • Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu.
  • Sheryl Sandberg, næstráðandi hjá Facebook.