Rafeyririnn Bitcoin er ekki gjaldmiðill, að mati ríkisstjórnar Japans. Yoshihide Suga, fjármálaráðherra landsins, vill skattleggja viðskipti með rafeyrinn.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) fjallar um rafeyrinn í dag, yfirvöld eigi í basli með að höndla hann auk þess sem óvíst sé með umfang hans. Talið er að í umferð séu jafnvirði 7 milljarða dala, 780 milljarða íslenskra króna, af Bitcoin-rafpeningum. Það helsta sem stendur í stjórnvöldum er eftirlit með myntinnni, sem notuð hefur verið í miklum mæli í ýmis konar viðskiptum sem þola ekki dagsins ljós og eru röngum megin við lög og rétt, s.s. peningaþvætti og skattaundanskot auk fíkniefnaviðskipta.

Stjórnvöld í Rússlandi hafa m.a. bannað notkun Bitcoin, Kínverjar hafa gert slíkt hið sama og hefur verið þrýst á stjórnvöld í Bandaríkjunum að gera það líka.