*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 19. mars 2019 14:41

Jón Diðrik hættir í stjórn Skeljungs

Stjórnarformaður Skeljungs, Jón Diðrik Jónsson og Gunn Elefsson bjóða sig ekki fram á aðalfundi félagsins.

Ritstjórn
Jón Diðrik Jónsson, stjórnarformaður Skeljungs, hættir nú í stjórn.
Aðsend mynd

Þrjú framboð bárust til aðalstjórnar Skeljungs, frá núverandi stjórnarmönnum; Birnu Ósk Einarsdóttur, Jens Meinhard Rasmussen og Baldri Má Helgasyni. Hvorki Jón Diðrik Jónsson né Gunn Ellefsen gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Einnig bárust framboð til stjórnar frá þeim Ata Bærentsen, Kjartani Erni Sigurðssyni og Kristjáni Geir Gunnarssyni, en tilnefningarnefnd félagsins leggur til að þau Ata Bærentsen og Kristján Geir Gunnarsson bætist í hóp þeirra þriggja sem eru fyrir í stjórninni.

Ata Bærentsen er færeysk að uppruna, líkt og framkvæmdastjóri félagsins Hendrik Egholm. Hún er lögfræðingur, lögfræðilegur ráðgjafi og ritari stjórnar og framkvæmdastjórnar hjá danska upplýsingafyrirtækinu NNIT A/S.

Áður hafði hún starfað sem yfirlögfræðingur hjá Copenhagen Airports, lögmaður hjá Gorrissen Federspiel lögmannstofunni í Kaupmannahöfn og sem löfræðingur í danska utanríkisráðuneytinu og löglærður aðstoðarmaður færeysks þingmanns á danska þjóðþinginu. Hún er með þekkingu á færeysku, dönsku og alþjóðlegu lagaumhverfi.

Kristján Geir Gunnarsson er forstjóri oddi umbúðir og prentun ehf, en áður hafði hann starfað í ýmsum stjórnunarstöðum hjá Nóa Síríus, íslensku auglýsingastofunni, Ölgerðinni og Ferskar kjötvörur. Hann er iðnrekstrarfræðingur og með B.Sc. í alþjóðamarkaðssfræði frá HR og MBA gráðu frá Copenhagen Business School.

Kjartan Örn Sigurðsson er framkvæmdastjóri SRX ehf. og Verslanagreiningar hf., en áður starfaði hann hjá B&L, Strax ltd í Evrópu, og Egilsson hf. Hann er stjórnmálafræðingur og með MBA gráðu frá HÍ.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is