Jón Sigurðsson mun láta af sæti sínu í stjórn evrópska drykkjarvöruframleiðandans Refresco Group í lok mars en Fréttablaðið greindi fyrst frá . Jón hefur setið í stjórn félagsins undanfarin níu ár en hann er stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Stoða, áður FL Group, sem á 8,9% hlut í Refresco.

Búist er við að yfirtaka Columbia Investment Management og PAI Partners á Refresco gangi í gegn í lok mánaðarins en Stoðir munu við yfirtökuna selja allan eignarhlut sinn í félaginu fyrir 144 milljónir evra eða sem nemur um 17,7 milljörðum króna.

Auk Jóns munu fjórir stjórnarmenn stíga til hliðar en tveir munu halda stjórnarsæti sínu. Laun Jóns fyrirstjórnarsetuna á síðasta ári námu 55.800 evrum sem er hækkun um 6% frá árinu áður þegar þau námu 52.500 evrum.