JPMorgan Chase hyggst fækka starfsmönnum fjárfestingabankasviðs síns um u.þ.b. 10% á næstunni. Reuters greinir frá þessu.

Á fjárfestingasviði JPMorgan Chase starfa um 31.000 starfsmenn, en þeim hefur fjölgað um 20% frá því sem var fyrir ári síðan.

Í lok september störfuðu alls tæplega 230.000 manns hjá JPMorgan Chase.

JPMorgan hefur komist betur en margir aðrir frá lánsfjárkreppunni hingað til. Bankinn hefur ekki þurft að afskrifa miklar eignir vegna húsnæðislána líkt og aðrir bankar.

Framkvæmdastjóri JPMorgan hefur hins vegar að undanförnu varað fjárfesta við mögulegu framtíðartapi vegna neytendalána bankans. Hlutabréf JPMorgan hafa lækkað um 10% í dag.