Fyrirtækið Síld og fiskur ehf. hefur óskað eftir því við Samkeppniseftirlitið að það grípi til ráðstafana vegna þess sem fyrirtækið telur vera ólögmætar þvingunaraðgerðir Bandalags háskólamanna og Dýralæknafélags Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Segir fyrirtækið að verkfallsaðgerðir félaganna séu til þess fallnar að raska stórlega samkeppni á innlendum matvörumarkaði og varði 10. gr. samkeppnislaga.

Fram kemur í kæru Síldar og fisks að fyrirtækið sé eini svínaræktandinn sem ekki hafi fengið afgreiðslu á undanþágubeiðnum um slátrun grísa þrátt fyrir að nákvæmlega sömu dýravelferðarsjónarmið eigi við hjá því fyrirtæki og öðrum svínaræktendum.

„Eini munurinn er sá að Síld og fiskur ehf. hefur ekki samþykkt að taka þátt í samráði því sem Bandalag háskólamanna og Dýrlæknafélag Íslands hafa hvatt til,“ segir í kærunni og er þar átt við það skilyrði að afurðir yrðu ekki markaðssettar á meðan verkfalli stæði gegn því að Dýralæknafélagið veitti undanþágur til slátrunar.

Segir hins vegar að ljóst megi vera að aðstæður á svínabúum hafi neytt bændur til samráðsins þótt talsmaður svínabænda segi samkomulagið vera eðlilegan framgangsmáta. Í 10. grein samkeppnislaga sé skýrt kveðið á um bann við öllum samningum, samþykktum eða samstilltum aðgerðum sem takmarka eða stýra framleiðslu,