*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 3. desember 2007 10:05

Kaffitár opnar nýtt kaffihús í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Ritstjórn

Kaffitár hefur opnað kaffihús í nýjum norðurskála Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem tengir innritunar- og komusal á 1. hæð flugstöðvarinnar.

Kaffihúsið er opið fyrir alla gesti flugstöðvarinnar, farþega, starfsfólk sem og aðra sem eiga leið um stöðina. Á boðstólnum eru kaffidrykkir ásamt meðlæti, brauði og kökum en auk þess er hægt að kaupa áfenga drykki, léttvín og bjór.