Lu Chao, kínverskur flugfarþegi var dæmdur til að greiða ríflega tvær milljónir króna fyrir að kasta smámynt í hreyfil flugvélar sem hann var á leið um borð í. BBC greinir frá.

Chao, var á leið í sína fyrstu flugferð, með flugfélaginu Lucky Airer. Hann taldi það lukkumerki að kasta smámynt í hreyfilinn, og gæti stuðlað að því að flugferðin tækist vel.

Eftir að starfsfólk fann smámynt fannst við hreyfilin var flugið fellt niður og farþegum fundin ný flugvél á meðan kannað var hvort væri í lagi með hreyfilinn.

Chao bar við fyrir rétti að vara hefði átt farþega við að kasta ekki smámynt í flugvélina. Athæfið virðist vera útbreidd hjátrú í Kína en sambærilegt atvik átti sér stað í Sjanghæ árið 2017.