*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 1. febrúar 2006 09:09

Kaup á Pickenpack Hussmann & Hahn endanlega frágengin

Ritstjórn

Kaup Icelandic Group á Pickenpack eru endanlega frágengin segir í frétt frá félaginu. Áreiðanleikakönnun er lokið og breytti niðurstaða hennar kaupverði óverulega. Samkeppnisyfirvöld í Þýskalandi hafa jafnframt samþykkt kaupin og er því öllum fyrirvörum vegna kaupanna aflétt.

Velta Pickenpack á árinu 2006 er áætluð tæplega 200 millj. EUR og er hlutfall hagnaðar fyrir fjármagnsgjöld, afskriftir og skatta (EBITDA) af veltu áætlað um 7,5%.