Rio Tinto Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík, hefur síðan árið 2009 keypt þjónustu af íslenskum verkfræðistofum fyrir um 11 milljarða króna. Þyngst vegur hönnunarvinna og verkumsjón í tengslum við 60 milljarða króna fjárfestingarverkefni í Straumsvík, sem hefur að miklu leyti verið í höndum íslenskra verkfræðinga.  Eftir að fjárfestingarverkefnið fór á fullan skrið í fyrra hækkaði fjárhæðin umtalsvert og nam hún 14,3 milljörðum króna í fyrra.

Fram kemur á vef Rio Tinto Alcan að álverið kaupi vörur og þjónustu af hundruð íslenskra fyrirtækja. Alla jafna nemi viðskiptin 5 til 7 milljörðum króna á ári, fyrir utan rafmagn.

Tekið er fram í umfjöllun Rio Tinto Alcan, að allar tekjur álversins komi erlendis frá. Því sé um að ræða hreina innspýtingu á erlendum gjaldeyri í íslenskt efnahagslíf.