Kaupþing banki hefur hækkað úr 101. sæti í 84. sæti yfir stærstu banka Evrópu miðað við eiginfjárþátt (Tier 1), segir í The Banker.

Breski bankinn HSBC heldur toppsætinu frá því í fyrra, og franski bankinn Crédit Agricole er áfram í öðru sætinu. Crédit Agricole náði toppsætinu árið 2004, en HSBC hafði fram að því verið á toppnum frá 1995. Royal Bank of Scotland er í þriðja sætinu.

Nordea er stærsti Norræni bankinn í 25. sæti.