*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 2. febrúar 2006 14:24

Kaupþing spáir 0,15% hækkun vísitölu neysluverðs

Ritstjórn

Greiningardeild Kaupþings banka spáir 0,15% hækkun vísitölu neysluverðs í febrúar. Samkvæmt því mun 12 mánaða verðbólga lækka í 4,3%. Vísitalan hækkaði um 0,2% á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í Efnahagsfréttum Kaupþings banka.

Seðlabankinn telur verbólguhorfur enn dökkar, segir greiningardeildin og veltir fyrir sér hvort nægilega sé aðhafst vegna yfirvonandi verðbólguþrýstings.

Greiningardeildin bendir á að Seðlabankinn segir sjálfur að það þurfi að bregðast tímanlega við aðstæðum. Þá sérstaklega hvað varðar hækkun verðtryggðu langtímakröfunnar.

Greiningardeildir viðskiptabankanna þriggja hafa spáð því að stýrivextir muni ná hámarki um miðbik ársins. Ef til frekari stóriðjuframkvæmda kemur munu forsendur breytast verulega hvað stýrivaxtaferli bankans snertir.

Seðlabankinn gæti hækkað vexti lengur fram á árið 2006 án ótta við að ýkja væntanlega niðursveiflu.

Í september var 75 punkta hækkun stýrivaxta. Þá náðist að lyfta langtímakröfunni og lækka verðbólguvæntingar.

Viðbrögð markaðarins við tveimur síðustu vaxtahækkunum voru ekki mikil, segir greiningardeild Kaupþings banka, og bendir það til þess meiri hækkanir þurfi ef ýta eigi langtímakröfunni upp.