*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Innlent 19. mars 2019 11:31

Kaupir í Heimavöllum fyrir 425 milljónir

Landsbankinn hefur hefur bætt við hlut sinn í leigufélaginu Heimavöllum. Juku hlut sinn í félaginu úr 2,66% í 5,68%.

Ritstjórn
Guðbrandur Sigurðsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Heimavalla, hringir hér inn fyrstu viðskipti með bréf félagsins.
Haraldur Guðjónsson

Landsbankinn hefur bætt nokkuð verulega við hlut sinn í leigufélaginu Heimavöllum en í flöggun bankans til Kauphallar kemur fram að bankinn hafi aukið hlut sinn í félaginu úr 2,66% í 5,68%. 

Fyrir átti Landsbankinn tæplega 299 milljónir hluta í Heimavöllum en eftir ofangreind viðskipti, sem fóru fram í gær, á bankinn nú tæplega 639 milljónir hluta. Miðað við gengi hlutabréfa Heimavalla í gær greiddi bankinn því um 425 milljónir króna fyrir ofangreind viðskipti.  

Stikkorð: Landsbankinn Heimavellir