Danski bankinn FIH, sem er í eigu Kaupþings banka, hefur ráðið franska bankann BNP Paribas og Royal Bank of Scotland til að hafa umsjón með væntanlegri skuldabréfaútgáfu bankans, samkvæmt upplýsingum frá umsjónaraðilunum.

Bankarnir munu kynna útboðið fyrir hugsanlegum fjárfestum í Bretlandi í næstu viku. Upplýsingar um stærð útboðsins voru ekki fáanlegar.

FIH-bankinn er með lánshæfismatið A1 hjá Moodys Investors Service, líkt og eigandinn Kaupþing banki.