Moody´s tilkynnti nú í morgun að til greina komi að lækka lánshæfiseinkunn Portúgals.  Einkunn landsins er nú A1 en Moody´s segir að það komi til greina að lækka einkuninna um 1-2 flokka.

Lánshæfisfyrirtækið segir að ástæður fyrir mögulega breyttri einkunn vera hærri lánsfjárkostnaður portúgalska ríkisins og ótti við minni hagvexti en spáð hafði verið.