Í heimi vogunarsjóða eru fáar konur við stjórnvölinn. En þeir sjóðir, sem er stjórnað af konum, bera af samkvæmt skýrslu sem kom út á miðvikudaginn hjá Rothstein Kass.

Á árunum eftir hrun hafa vogunarsjóðir, sem stjórnað er af konum, staðið sig betur þegar litið er á meðaltal sjóða í heildina. Í skýrslunni kemur fram að það borgi sig að fjárfesta í vogunarsjóði þar sem kona er annað hvort eigandi eða stjórnandi eða hvorttveggja.

Eiginleikar í fari kvenna er varða hegðun og innsæi gera þeim kleift að skara fram úr í fjárfestingum og þær þykja samkvæmar sjálfum sér sem er sigurstranglegt í fjármálageiranum.

Skýrslan sem heitir „Women in Alternative Investments: A Marathon, Not a Sprint” fjallar um 82 vogunarsjóði sem eru annaðhvort í eigu kvenna eða stjórnað af konum. Á síðasta ári kom fram að sjóðirnir skiluðu 8,95 prósent hagnaði eftir þriðja ársfjórðung ársins 2012 miðað við meðaltalshagnað sjóða sem var 2,69%.

The New York Times segir frá málinu hér.