Rekstrarniðurstaða samantekins ársreiknings A- og B- hluta hjá Kópavogsbæ varð 340,7 m.kr. betri en samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun. Stærstu frávikin sem urðu á rekstri greinast þannig: Hækkun lífeyrisskuldbindingar varð 131,5 m.kr. hærri heldur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á móti kemur lægri fjármagnskostnaður sem nemur um 293,4 m.kr. fyrst og fremst vegna gengishagnaðar af erlendum lánum. Hagnaður af sölu byggingarréttar skilaði auk þess 268,7 m.kr. en ekki var gert ráð fyrir slíkum tekjum í fjárhagsáætlun. Aðrir rekstrarliðir voru óhagstæðir um 89,9 m.kr.

Heildarfjárfestingar bæjarins (nettó) námu á sl. ári 1.087 m.kr. eða 358 m.kr. minna heldur en áætlað hafði verið. Þar munar mestu um að framkvæmdakostnaður vegna vatnsveitu varð um 154 m.kr. lægri en áætlun lagði upp með og íbúðafjárfestingar Húsnæðisnefndar (nettó) urðu um 115 m.kr. minni en skv. áætlun.

Heildarskuldir með lífeyrisskuldbindingu lækka úr 14.110 m.kr. í 13.791 m.kr. á milli ára. eða um 319 m.kr. Lækkunin skýrist fyrst og fremst af hagstæðri rekstrarniðurstöðu og styrkingu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum.