*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 23. nóvember 2004 18:00

Kortaþjónustan lækkar þjónustugjöld um 0,5%

Ritstjórn

Söluaðilar sem eru í viðskiptum við Kortaþjónustuna og danska greiðslumiðlunarfyrirtækið PBSI fá nú umtalsverða lækkun á þjónustugjöldum sínum eða um 0,5% lækkun. Þjónustugjöldin verða því 2,4 ? 2,6% eftir lækkunina segir í tilkynningu frá félaginu.

Kortaþjónustan er í samstarfi við danska greiðlslumiðlunarfyrirtækið PBSI og býður íslenskum fyrirtækjum daglegt uppgjör á kreditkortaviðskiptum. Slík uppgjör gera það að verkum að fyrirtæki fá uppgert að meðaltali 30 dögum fyrr en ef beðið er eftir venjubundnu uppgjöri frá kreditkortafyrirtækjunum segir í tilkynningu félagsins.

"Kortaþjónustan býður því samning um daglegt uppgjör frá einum aðila vegna allra kreditkortaviðskipta. Viðskiptavinum Kortaþjónustunnar hefur fjölgað mjög ört að undanförnu enda sparast bæði tími og fjármagnskostnaður við slík viðskipti," segir í tilkynningu félagsins.

Umtalsverðar fjárhæðir streyma í gegnum fyrirtæki í formi
kreditkortagreiðslna. 0,5% lækkun er því mikil kostnaðarlækkun fyrir
fyrirtæki og skilar sér að öllum líkindum beint til neytenda.