*

mánudagur, 22. júlí 2019
Innlent 27. september 2017 11:55

Krafa um lögbann á Arion

Eigendur 46% hlutar í United Silicon krefjast lögbanns á Arion banka og segja hann ekki geta gengið að hlutafénu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Lögbannskrafa hefur verið lögð fram á hendur Arion banka vegna yfirtöku bankans á veðsettu hlutafé í United Silicon. Að kröfunni standa fjórir hluthafar, sem samtals eiga 46% hlut í félaginu, en hæstaréttarlögmaðurinn Þorsteinn Einarsson fer fyrir hópnum að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í síðustu viku ákváðu Arion banki og fimm lífeyrissjóðir að taka yfir megnið af hlutum í bankanum, eða 98,13%, á hluthafafundi. Þorsteinn segir að lögbannskrafan hafi verið sett fram eftir að Arion banki varð ekki við kröfum um að bakka út úr yfirtökunni, en deilt sé um hvort honum hafi verið heimilt að ganga að hlutafénu sem veðsett var.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um er fyrirtækið nú í greiðslustöðvun, og hefur fyrrverandi forstjóri þess, Magnús Garðarsson verið sakaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð út úr fyrirtækinu, en hann neitar sök.