Ef við eigum að eiga von til að vaxa í Norðurþingi þá verður að bæta samgöngur. Með áframhaldandi atvinnuuppbyggingu og tækifærum á Bakka skipta Vaðlaheiðargöngin miklu máli. Þetta sagði Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga.

Kristján lagði áherslu á hversu mikið öryggi og lífsgæði myndu aukast á svæðinu með tilkomu gangnanna. Mikill tími fer í það að ræða hvort fólk komist yfir og hvort það sé fært, sagði Kristján.

Að lokum fjallaði Kristján Þór einnig um mikilvægi raforkuöryggis á landsbyggðinni sem væri forsenda fyrir frekari iðnaði. Nettengingar á landsbyggðinni þyrftu að batna. Ekki væri boðlegt að á meðan einhver væri að horfa á James Bond á netinu á Þórshöfn þá gætu aðrir ekki haldið fjarfund á sama tíma.