Forsvarsmenn erlendra vogunarsjóða sem eiga kröfur á Kaupþing og Glitni telja að útgreiðslur úr þrotabúum föllnu bankanna geti hafist allt frá miðju næsta ári. Það gæti þó dregist allt fram til ársins 2019. Forsvarsmenn sjóðanna funda með fulltrúm seðlabankans 18. nóvember næstkomandi, að því er kemur í viðamikilli úttekt Bloomberg-fréttastofunnar um vogunarsjóðina, föllnu bankana og væntingar kröfuhafa.

Í frétt Bloomberg segir að flestir forsvarsmenn vogunarsjóðanna líti á fréttir af því að seðlabankinn muni krefjast 75% afskrifta af krónueignum bankanna sem fyrsta boð bankans. „Ísland getur ekki viljað enda í svipaðri stöðu og Argentína,“ segir einn viðmælendanna í fréttinni, aðspurður um hugmyndir stjórnvalda um niðurfærslur eigna.

Þá segir Bloomberg að forsvarsmenn sjóðanna séu tilbúnir til að bíða enda muni stjórnvöld á endanum þurfa að afnema gjaldeyrishöft ætli þau að fá aðgang að alþjóðlegum fjármálamörkuðum og fjárfestum á nýjan leik.