Gengi krónunnar hefur styrkst um 1,74%  við hádegi og er 120,1 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Ef fram fer sem horfir verður það fjórði hækkunardagurinn í röð. Í gær styrktist krónan um 1,4%.

?Svarsýnin sem knúði lækkanir síðustu viku virðast því hafa minkað þó að enn sé töluverð varkárni til staðar á mörkuðum,? segir greiningardeild Glitnis.

?Þessi þróun á rætur sínar á bandaríkjamarkaði þar sem menn fögnuði í gær fyrsta eðlilega deginum eftir mikið umrót síðustu vikna. Á einum mánuði hefur evran farið úr því að vera um á 82 krónur upp í að vera 93 krónur og síðan aftur niður í ríflega 88 krónur. Nokkur sveifla það,? segir greiningardeildin.

Hún segi hækkun krónunnar síðustu daga hafi verið nokkuð kröftug og kröftugri en sést hefur í flestum hinna hávaxtamyntanna. ?Í þeim samanburði þarf að taka tillit til þessa ð lækkun krónunnar frá því að umrótið á fjármálamarkaðinum byrjaði í lok júlí hafði einnig verið öllu kröftugri en sást í flestum hinna hávaxtamyntanna,? segir greiningardeildin.

?Japanska jenið hefur verið að gefa eftir í morgun og er það framhald af þróun síðustu daga. Gengi jensins gagnvart helstu myntum er þó enn mun hærra en það var áður en sviptingar hófust á fjármálamörkuðum í seinni hluta júlímánaðar. Viðsnúningur á fjármálamörkuðum síðustu daga hefur aukið sjálfstraust fjárfesta og hleypt nokkru lífi í vaxtamunarviðskipti á ný. Fréttir frá Bandaríkjunum í gær um að seðlabankastjóri bandaríska Seðlabankans myndi gera allt til að róa markaðinn á sinn þátt í lækkun jensins í morgun og hækkun krónunnar í gær og í dag.?