*

fimmtudagur, 9. desember 2021
Innlent 24. október 2021 20:57

Kvika að kaupa breskt félag

Heildareignir Kviku munu aukast um 10% verði af kaupum bankans á breska lánafyrirtækinu Ortus Secured Finance.

Ritstjórn
Marinó Örn Tryggvason er bankastjóri Kviku.
Aðsend mynd

Heildareignir Kviku munu aukast um 10% verði af kaupum bankans á breska lánafyrirtækinu Ortus Secured Finance. Stjórnendur félaganna hafa náð saman um meginskilmála mögulegra kaupa Kviku á Ortus. Gert er ráð fyrir að virði félagsins sé um 4,2 milljarðar en endanlegt kaupverð er háð árangri Ortis. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar.

Ortus er breskt lánafyrirtæki sem veitir fasteignatryggð lán á Bretlandseyjum. Félagið var stofnað árið 2013 og stýrir í dag lánasafni að fjárhæð að jafnvirði um 23 milljarða króna, en um 14,5 milljarðar þess eru í beinni eigu Ortus. Höfuðstöðvar þess eru í London en að auki er það með skrifstofur í Glasgow og Belfast.

Stoðir hf. eru í dag stærsti hluthafi Ortus og eiga samtals um 30% af hlutafé Ortus. Í samkomulaginu felst að Stoðir munu, ásamt öðrum hluthöfum, selja allan sinn hlut til Kviku og einnig munu stjórnendur selja hlut af sinni núverandi eign. Í framhaldi af kaupunum mun Kvika eiga tæplega 80% hlut í Ortus. Í ljósi þess að Stoðir er hluthafi í Kviku mun óháður sérfræðingur framkvæma sanngirnismat á viðskiptunum. 

Kvika á nú þegar 15% hlutafjár í Ortus og hefur starfað með félaginu síðan 2018. Gert er ráð fyrir því að hagnaður Ortus eftir skatta muni vera rúmlega 600 milljónir króna á árinu en það er um fimmtungs aukning frá í fyrra. Áætlað bókfært virði eiginfjár nemur tæplega 4 milljörðum króna.

Stoðir hf. eru í dag stærsti hluthafi Ortus og eiga samtals um 30% af hlutafé Ortus. Í samkomulaginu felst að Stoðir munu, ásamt öðrum hluthöfum, selja allan sinn hlut til Kviku og einnig munu stjórnendur selja hlut af sinni núverandi eign. Í framhaldi af kaupunum mun Kvika eiga tæplega 80% hlut í Ortus. Í ljósi þess að Stoðir er hluthafi í Kviku mun óháður sérfræðingur framkvæma sanngirnismat á viðskiptunum.

Stikkorð: Kvika Ortis