Læknavaktin flytur í Austurvar í dag en ný starfsstöð Læknavaktarinnar opnar klukkan 17:00. Eins og Viðskiptablaðið hefur þegar greint frá verður Læknavaktin hér eftir á annarri hæð í Austurveri, en starfseminni á Smáratorgi lokar á sama tíma.

Nánar um nýtt húsnæði:

Árið 1998 fékk Læknavaktin afhent nýtt húsnæði að Smáratorgi 1 í Kópavogi. Var það bylting í vaktþjónustu heimilislækna enda húsnæðið hannað að þörfum slíkrar þjónustu segir í fréttatilkynningu.

20 árum seinna hefur aðsókn á Læknavaktina farið úr rúmlega 30 þúsund komum í rúmlega 80 þúsund komur. Á þessum tíma hefur margt verið gert til þess að bæta aðstöðuna en á síðasta ári varð ljóst að verulega þurft að bæta húsnæðiskost Læknavaktarinnar.

Niðurstaðan varð sú að Læknavaktin lét hanna nýtt húsnæði í Austurveri, en nýja húsnæðið mun veita möguleika á mun rýmri og bjartari biðstofum og betri aðstöðu fyrir skjólstæðinga. Einnig munu læknastofum fjölga, símaver hjúkrunarfræðinga stækka og aðstaða fyrir starfsfólk bætt til muna.