Samkvæmt tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar og Deloitte var lakari nýting á fjögurra stjörnu hótelum í maí nú frá fyrra ári eftir talsverða hækkun mánuðina á undan. Meðalherbergjanýtingin var einungis 60,8% sem er verulegur samdráttur frá 72,5% í maí í fyrra.

Þriggja stjörnu hótelin komu betur út en þar jókst nýting um 7,3% og varð 69%. Á landsbyggðinni batnaði nýting einnig um 7,6% og endaði í 42%. Herbergjaverð í krónum lækkaði bæði hjá þriggja og fjögurra stjörnu hótelum í Reykjavík en þegar það hefur verið umreiknað í dollar eða evrur er hækkunin 7- 8%.