Skuldabréfaútboði Lánasjóðs sveitarfélaga lauk nú síðdegis og ákvað sjóðurinn að afþakka öll tilboð að þessu sinni.  Alls bárust tilboð að nafnvirði 1.265.000.000 króna en miðað var við að flokkurinn væri allt að tveimur milljörðum króna.  Ávöxtunarkrafa tilboða var á bilinu 5,4%-6,0% sem er talsvert hærra en Reykjavíkurborg fékk á á fimm milljarða útgáfu sína sem greint var frá í gær.

Bréf Reykjavíkurborgar voru til 45 ára og var ávöxtunarkrafan 4,4% ofan á verðtryggingu.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins má gera ráð fyrir að fleiri sveitarfélög fari sömu leið og Reykjavíkurborg og leiti fyrir sér með sjálfstæða skuldabréfaútgáfu.

Ákveðið var að afþakka öll tilboð að þessu sinni.