Greiningardeild Landsbankans hefur uppfært afkomuspá sína fyrir Actavis í kjölfar kaupanna á rússneska samheitalyfjaframleiðandanum ZiO Zdorovje og bandaríska framleiðandanum Abrika.

?Kaupin styðja við fyrra verðmat okkar Actavis þar sem bréf félagsins eru metin á 72,8 krónur á hlut og vænt verð eftir 12 mánuði 81,8 krónur á hlut. Kaupin á ZiO og Abrika nema samtals um 230 milljónir evra (20,7 milljarðar króna) og er því ekki um mjög stór fyrirtækjakaup að ræða.

Með kaupunum á Abrika er Actavis að færa sig inn á markað þar sem samkeppnin er minni og framlegðarstig hærra. Á móti er hár heildarþróunarkostnaður, þar með talið eignfærður þróunarkostnaður, á samskonar lyfjum og Abrika framleiðir,? segir greiningardeildin.

?Við áætlum að Abrika nái 55 milljón evra (fimm miljarðar króna) brúttó hagnaði (e. gross profit) á næstu tveimur árum sem þýðir að árangurstengd greiðsla að fjárhæð 96 milljón evra (8,8 milljarðar króna) auk bónusgreiðslu að fjárhæð ellefu milljónir evra verður innt af hendi af hálfu Actavis,? segir hún.