Greiningardeild Landsbankans metur virði Össurar 668 milljón dollara (44,8 milljarða króna) eða um 118,3 krónur á hlut. ?Við mælum enn með kaupum á bréfum félagsins og að fjárfestar yfirvogi þau í vel dreifðu eignasafni sem tekur mið af íslenska hlutabréfamarkaðnum.?

Hún segir rekstur Össurar á fjórða ársfjórðungi var í takt við væntingar. ?Með kaupum á tveimur fyrirtækjum á skömmum tíma hefur dreifikerfið í Evrópu verið styrkt til muna. Við eigum von á fleiri fyrirtækjakaupum í Evrópu til enn frekari eflingar á dreifikerfinu.
Rekstraráætlun stjórnenda fyrir árið 2007, sem birt var samfara uppgjörinu, er að mestu í takt við fyrri spár okkar og því eru litlar breytingar á verðmati. Frá síðasta verðmati okkar, þann 15. janúar síðastliðinn, hefur íslenska krónan hins vegar styrkst ásamt því sem vextir á flestum starfssvæðum Össurar hafa hækkað sem leiðir til hærri ávöxtunarkröfu,? segir greiningardeildin.