Greiningardeild Landsbankans mælir með því að fjárfesta minnki við sig í FL Group og undirvogi bréf félagsins.

Hún gaf út verðmat á FL Group í maí lok og skoðun greiningardeildar hefur ekki breyst frá þeim tíma. Metur hún félagið á 1,4x á um 1,4x bókfært virði félagsins eða 24,40 krónur á hlut og tólf mánaða markgengi 27,70 krónur á hlut.

Gengi félagsins er markaði er 27,4 krónur á hlut þegar þetta er skrifað, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

?Arðsemi FL Group var góð á öðrum ársfjórðungi en aðstæður á hlutabréfamarkaði hafa hins vegar verið erfiðar það sem af er þriðja ársfjórðungi og hefur eignasafn FL Group ekki farið varhluta af því. Skynja má aukna áherslu FL Group á óskráð félög (e. private equity) sem nú vega mjög lítið,? segir greiningardeildin.