Hagnaður af rekstri sjóð­stýringar­fé­lagsins Lands­bréfa, dóttur­fé­lags Lands­bankans, nam 1.035 milljónum króna eftir skatta í fyrra 2023, saman­borið við 814 milljónir á árinu 2022.

Alls voru um 18 þúsund ein­staklingar og lög­aðilar með fjár­muni í sjóðum Lands­bréfa í lok ársins 2023 og námu eignir fé­lagsins í stýringu í lok árs 472 milljörðum króna saman­borið við 456 milljarða króna árið áður.

Hreinar rekstrar­tekjur námu 2.405 milljónum króna á árinu 2023, saman­borið við 2.019 milljónir króna árið áður.

Eigið fé í árs­lok 2023 var 4.118 milljónir króna saman­borið við 3.783 milljónir króna í árs­lok 2022.

Í lok árs voru 21 stöðu­gildi í Lands­bréfum, en árs­verkin voru 21,7

„Árið 2023 var far­sælt í rekstri Lands­bréfa og sjóða þess, þrátt fyrir að mörgu leyti krefjandi að­stæður á mörkuðum og þá sér­stak­lega á inn­lendum hluta­bréfa­markaði. Árið 2023 ein­kenndist af hárri verð­bólgu og hækkandi vaxta­stigi, sem endur­speglaði öðrum þræði mikinn kraft í ís­lenska hag­kerfinu. Það voru og eru enn krefjandi tímar í hag­stjórn hér á landi og mikil­vægt að þeir sem völdin hafa taki á­byrg skref í átt að á­fram­haldandi hag­sæld,” segir Helgi Þór Ara­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­bréfa.

Í lok árs voru 21 stöðu­gildi í Lands­bréfum, en árs­verkin voru 21,7. Stjórn mun leggja til að 1 milljarður verði greiddur út í arð á aðal­fundi sem haldinn verður í apríl. Lands­bréf greiddu út 700 milljónir í arð til hlut­hafa, sem er Lands­bankinn, árið 2023.

„Ný­gerðir kjara­samningar, lækkandi verð­bólga og væntingar um að vaxta­lækkunar­ferli sé að hefjast styður þá skoðun mína að hægt sé að horfa björtum augum til fram­tíðar. Við hjá Lands­bréfum tökum al­var­lega það hlut­verk að á­vaxta spari­fé lands­manna á á­byrgan hátt og erum þakk­lát fyrir það traust sem þúsundir sjóða­fé­laga hafa sýnt Lands­bréfum,“ segir Helgi Þór.