Verðbréfagreiningarfélagið Moody’s hefur nú lækkað mat sitt á lánshæfi Sádí-Arabíu og Bahrain. Mat þeirra á Sádí-Arabíu fór úr því að vera A1 en er nú Aa3, meðan Bahrain fór úr því að vera Ba2 í að vera Ba1. Bloomberg segir frá þessu.

Ástæða lækkunarinnar er sú að heimsmarkaðsverð hráolíu hefur haft slæm áhrif á efnahag þjóðanna og gæti haldið áfram að gera það. Brent-hráolía er nánast 40% verðminni en í nóvember árið 2014, þegar Sádí-Arabía ákvað ásamt öðrum OPEC-þjóðum að halda framleiðslu áfram í óbreyttri mynd.

Framboð hráolíu er enn talsvert fram yfir eftirspurn, sem gæti haldið verðinu lágu það sem eftir er árs - ef marka má skýrslu Alþjóðaorkustofnunarinnar sem gefin var út nýlega. Þar sagði að olíuverð stæði líklega í stað vegna þess hve mikið magn olíu er enn til.

„Lægra olíuverð hafa leitt til efnislegrar hnignunar í lánstrausti Sádí-Arabíu. Minni vöxtur, aukin skuldsetning og smærri efnahagslegir höggdeyfar leiða til þess að Konungsríkið er verr varið fyrir mögulegum framtíðarkrísum,” segir í skýrslu Moody’s.