*

sunnudagur, 20. júní 2021
Fólk 2. júní 2021 12:34

Lára Hrafnsdóttir nýr formaður FVH

Lára tekur við formennsku Félags viðskipta- og hagfræðinga af Lilju Gylfadóttur, Tryggvi Másson er nýr varaformaður.

Ritstjórn
Ný stjórn FVH ásamt framkvæmdastjóra. Lára Hrafnsdóttir situr fyrir á miðju á myndinni. Á myndina vantar Tryggva Másson.
Haraldur Guðjónsson

Ný stjórn var kjör­in á aðal­fundi Fé­lags viðskipta- og hag­fræðinga (FVH), en Lára Hrafnsdóttir tek­ur við for­mennsku fé­lags­ins af Lilju Gylfadóttur, Tryggvi Másson tekur við sem varaformaður. Þetta kemur fram í tilkynningu FVH.

Lára starfar við markaðsmál og viðskiptaþróun hjá fyrirtækinu Lucinity. Þar áður starfaði hún hjá Arion banka og Saxo Bank í Kaupmannahöfn. Lára er með BSc í viðskiptafræði frá Copenhagen Business School og tvöfalda MSc gráðu í alþjóðamarkaðsfræði og stjórnun frá Copenhagen Business School og CEMS.

Sex ný koma inn í stjórn fé­lags­ins en hana skipa nú Bjarni Herrera, Gylfi Þór Sigurðsson, Harpa Rut Sigurjónsdóttir, Hálf­dán Steinþórs­son, Hjalti Harðarson, Lára Hrafns­dótt­ir, Rut Kristjánsdóttir, Tryggvi Más­son, Þór­ar­inn Hjálm­ars­son og Þórunn Helgadóttir. Framkvæmdastjóri félagsins er Telma Eir Aðalsteinsdóttir.

Bjarni, Gylfi, Harpa, Hjalti, Rut og Þórunn taka við af Brynju Jónbjarnardóttur, Kristjönu Sunnu Aradóttur, Kristni Árna Lár Hróbjartssyni og Lilju Gylfadóttur sem víkja úr stjórn­inni.

Félag viðskipta og hagfræðinga er félagsskapur háskólamenntaðs fólks í viðskipta- og hagfræði auk áhugafólks um fræðin.