Hin hefbundnu íslensku lán, sem jafnan eru verðtryggð og veitt til fjörutíu ára, skapa hvata fyrir of mikla skuldsetningu og ýta undir lánabólur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem sérfræðingahópur á vegum Samtaka fjármálafyrirtækja kynnti í dag um verðtryggingu. Á fundi sem nú stendur yfir fjalla þeir Ásgeir Jónsson, Valdimar Ármann og Sigurður Jóhannesson um niðurstöður skýrslunnar.

í skýrslunni kemur fram að fjármögnun þessara hefbundnu Íslandslána byggi á ríkisábyrgð og hafi ríkissjóður tekið á sig óhóflega fjárhagslega ábyrgð í þessu samhengi. Þá taki heimilin á sig of mikla þjóðhagslega áhættu með verðtryggðum lánum þar sem óvæntir verðbólguskellir færast á þeirra reikning.

Sérfræðingahópurinn leggur því til úrræði sem einna helst felast í fjórum atriðum. Í fyrsta lagi er fjallað um aukinn endurgreiðsluhraða fasteignalána, í öðru lagi um afnám ríkisábyrgðar á lánaviðskipta, í þriðja lagi þjóðhagslegar varúðarreglur og í fjórða lagi aukið vægi breytilegra nafnvaxta (þ.e. óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum).

(Íslandslán eru skilgreind af skýrsluhöfundum sem verðtryggð, fastvaxta, jafngreiðslulán sem veitt eru til allt að fjörutíu ára).