Fjármálaráðherra Bretlands, Alistair Darling, hefur lagt fram tillögur til að vernda sparifjáreigendur fyrir vandræðum sem fjármálastofnanir gætu hugsanlega lent í. Með þessu er gerð tilraun til að auka traust á banka eftir að Northern Rock-bankinn var þjóðnýttur í september á síðasta ári.

Darling leggur til að upphæð innistæðutryggingar verði nú 55,000 pund í stað 35,000. Breytingarnar munu taka gildi á árinu 2009. Breytingarnar munu ekki kosta fjármálafyrirtækin til að byrja með.

Hins vegar vill fjármálaráðuneytið halda þeim möguleika opnum að auka framlög banka í innistæðutryggingasjóðinn. Forsvarsmenn banka hafa þó sagt að slíkar kröfur myndu þurrka upp lausafjárstöðu, sem er ekki ærin fyrir.