Áfrýjunardómstóll í Belgíu staðfesti á fimmtudaginn úrskurð lægra dómstigs sem bannaði UberPOP appið í Belgíu. Uber var veittur frestur í 21 dag til að hætta allri starfsemi ellegar þarf fyrirtækið að greiða háar sektir.

UberPOP appið er ódýrari útgáfan af þjónustu Uber, en fyrirtækið starfrækir einnig UberX sem ólíkt ódýrari útgáfunni, nýtist við leigubílstjóra sem hafa löggildingu sem slíkir.

Uber hefur átt undir högg að sækja á síðustu misserum en þjónusta fyrirtækisins hefur verið bönnuð að hluta til eða öllu leyti í Hollandi, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi.

Mótmælin gegn Uber hafa verið einna mest í Frakklandi en í sumar brutust út harkaleg mótmæli vegna Uber þjónustunnar.